.............................................................................................................................................
heim
| hafðu samband
Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................
Góða helgi allir saman ..þetta verður pottþétt alveg æðisleg helgi..allavega miðað við þessa blíðviðrisveðurspá sem mbl.is er að lofa okkur :D
Disa skvisa 15:55
...
sunnudagur, apríl 22, 2007
Ass print ..ójá ég hef merkt mér rækilega sófann heima hjá Boga...hér er mynd því til staðfestingar..
..vikan er næstum á enda og mín kemur heim á morgun...vííííí
Disa skvisa 11:35
...
föstudagur, apríl 20, 2007
Misfit ..fór á eitt deildarbókasafnið uppí skóla í dag..svona lítið bókasafn með nokkrum sérhæfðum bókum tilheyrandi deildar...jæja, ég var á svæði þeirra í Byggeledeslen - fínir kallar sem eru vanir að stjórna því að byggja hús...við ætluðum aðeins að sjá hvað þeir hefðu á milli handanna þarna á bókó...eitthvað hlýtur bara að hafa misfarist... (mér finnst þessi síðasta algjört æði..og þetta er á spólu þar að auki! :D )
Disa skvisa 22:00
...
Tónleikar ..já haldiði ekki að dísin hafi krækt sér í Pearl Jam miða í Köben í sumar..ekki verður það leiðinlegt, það er alveg á hreinu..sérstaklega þar sem þessu endalausa verkefni verður skilað daginn áður...víííí!! þá verður gaman í Köben :D
Disa skvisa 13:36
...
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Gleðilag
já, ákvað að feta í fótspor GummaJóh gamals félaga míns og skella inn þessu gleðilagi í tilefni dagsins..ekkert eins vinalegt og að dilla sér við lag eins og þetta - frábær upplyftir :) ..og allir saman nú..
Disa skvisa 16:58
...
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Myndir ..já undur og stórmerki gerast enn..mín hefur skellt inn nokkrum myndum..bæði frá páskunum á ísó og svo líka einstaklega skemmtilegu teiti sem ég fór í um síðustu helgi...njótið vel :)
Disa skvisa 11:08
...
föstudagur, apríl 13, 2007
Ahhhhh helgi ..það jafnast ekkert á við tilvonandi rólega helgi...þessa helgina mun ég fara í óvissuferð uppí Kópavog og líta til með "litlu" frændum mínum og voffunum þeirra....þetta verður fínt...ég ligg í makindum mínum uppí sófa og skipa strákum og hundum að gera hitt og þetta...hmmmm ætli þeir séu eitthvað góðir í að gera crème brulet??
Disa skvisa 14:37
...
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Komin heim og að fara á ný... já maður er á fleygiferð um allar trissur þessa dagana...nú er það þriðja Köbenferðin mín á þessari önn...já gleði og hamingja hér á ferð...ekki laust við að maður sé orðinn doldið þreyttur..og þó er önnin rétt hálfnuð...en maður harkar þetta af sér - maður er ekki nagli fyrir ekki neitt! Ísó var snilldin ein - ömmumatur, bretti, tjill, svefn, samvera, bíltúrar, páskaegg og almennt hopp og hí einkenndi þessa yndislegu ferð og vil ég þakka öllu fólkinu mínu fyrir yndislega páska :) knús til ykkar allra..þín líka Lára mín.. :)
Disa skvisa 16:27
...
miðvikudagur, apríl 04, 2007
It's here!! ..já dagur daganna er runninn upp...í dag verður farið í ródtripp vestur á firði...mmmm í hvaða mat ætti maður að fjárfesta til ferðarinnar? ..smjatt smjatt - eitthvað hollt og gott...svo verður maður að láta sér detta í hug einhverjir skemmtilegir leikir...bíómyndaleikurinn er nottla klassískur..sem og frúin í hamborg og "hver stal kökunni.."...úff hvað mér á eftir að vera hent út á ferð! Læt fylgja með leiðina vestur - ekkert svo langt..neinei :)
Disa skvisa 08:48
...
mánudagur, apríl 02, 2007
Páskavikan ..oh já aðeins þrír dagar í páskaferðalagið í ár..og mun ég feta í mín eigin fótspor frá því í fyrra og kíkja í heimsókn á Ísó...en í ár mun ég þó haldast þar alla helgina :) ..pabbi og gunnsi eru nú þegar mættir í gleðina...á Ísó er gleðin ávallt í hámarki - sérstaklega yfir páskana...Tungudalur mun vera minn daglegi brettafélagi, ásamt vonandi einhverri sól og snjó...svo verður að sjálfsögðu kíkt á hina árlegu tónlistarhátíð AldreiFórÉgSuður og jafnvel sungið sig hásan...amma gamla verður sótt heim, farið í sundlaugina, keypt bestbestbestustu kringlur í heimi og fleira sem er algjört möst að hafast við þegar maður fer vestur...úff hvað ég hlakka til!