.............................................................................................................................................
heim
| hafðu samband
Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................
Erfið vika ..já þessi vika er búin að vera stanslaust strögl við að koma sér aftur inn í gömlu góðu rútínuna..það er þó ekki búið að ganga áfallalaust...síþreyta hefur hreiðrað um sig í minni svo að það er nánast ógerandi að koma nokkrum sköpuðum hlut í verk...bara búin að vakna kl.6 tvisvar í vikunni sem er sko ekkert til að hrópa húrra yfir og svo er maður bara þreyttur og pirraður fram eftir degi...en nú verður gerð búbót á...helgin verður eitt allsherjarsvefnmaraþon..með smá dassi af vídjóglápi og kannski sundferð ef ég er í góðu skapi..já ég get ekki neitað því að ég hlakka bara doldið til :)
Disa skvisa 10:27
...
sunnudagur, mars 25, 2007
Viku dauðans að ljúka.. ..í yndislegu veðri hjólaði litlan til Boga í dag að sækja bækurnar sínar...í leiðinni skellti hún í ammrískar pönnsur handa þynnkubarninu ;) ..já vikan endaði vel..skuggalega vel heppnuð árshátíð FívDTU í Jónshúsi í gær...þemað var pjöttlutittsjú..haha! ..gleðin lagði svo leið sína niðrá Emmu þar sem VIP borð og kælt romm beið okkar allra..já stjórnin stóð sig vel :D ..eitt klapp fyrir þeim - klapp! ..reyndar leiðinlegt að Arcade Fire tónleikunum skyldi vera aflýst..en í staðinn er það bara tjill í uppáhaldssófanum sínum :)
Disa skvisa 19:38
...
laugardagur, mars 24, 2007
Hnotskurn - eða þannig.. ..þessi vika er búin að vera uppfull af endalausum lærdómi myrkranna á milli með tilheyrandi svefnleysi og óhóflegri kaffidrykkju...lítið búin að sjá fólkið mitt hérna...nema þá nottla Boga sem ég virðist bara ekki losna við ;) ..en þetta tekur brátt enda...árshátíð í kvöld..tónleikar annað kvöld..og svo er það bara ísland góða ísland á mánudaginn..já hver hefði trúað því að litlan hlakkaði til að komast heim úr "fríinu" :D
Disa skvisa 09:24
...
þriðjudagur, mars 20, 2007
Hilsen fra Køben
..2 mínútur í H+ lestina..og solen skinner...vííí
Disa skvisa 11:48
...
föstudagur, mars 16, 2007
Trivial, ostar og rauðvín ..í gærkvöldi vorum við nokkur komin saman heima hjá Rúnu og Einari þar sem planað var spilakvöld...stelpur á móti strákum...menn gerðust gífurlega menningarlegir með alls konar framandi osta og sultutauji í stíl á meðan sötrað var á rauðvíni að heldri manna sið...hámarkið náðist þegar árni var manaður í að skella uppí sig eins og hálfum mygluosti í einum bita - já mikil menning þar á bæ ;) ..en aftur að spilunum...Trivial Pursuit varð fyrir valinu - enda með eindæmum menningarlegt spil - og að sjálfsögðu þá tókum við stúlkurnar þetta á samvinnunni..sér í lagi Ásta sem lagði sig alla fram við að vera sammála okkur hinum ;) Frábært kvöld í alla staði og verður vonandi endurtekið mjög bráðlega...þá verða strákarnir vonandi búnir að læra að hlusta á aldursforsetann í liðinu..alllavega ef þeir ætla að halda eitthvað í við okkur ;)
Disa skvisa 10:22
...
fimmtudagur, mars 15, 2007
Oh gömlu góðu stundirnar ..Begga ég sakna þín :*
Disa skvisa 16:59
...
þriðjudagur, mars 13, 2007
Steik Stundum get ég verið svo endalaust vitlaus að það bara nær ekki neinni átt!!
Disa skvisa 16:56
...
mánudagur, mars 12, 2007
Af kokteilum og sushi ..í tilefni þess að Anna okkar er á landinu þá tókum við vinkonurnar okkur til á laugardagskvöldið og dressuðum okkur upp í okkar fínasta púss og skelltum okkur á Maru í sushi...prófaðir voru alls kyns framandi réttir og dreypt á léttvíni með, á meðan skeggrætt var um allt milli himins og jarðar - og þá sér í lagi fékk ég að segja Önnu frá gleðinni sem mitt líf hefur verið að undanförnu ..já það er gott að eiga eina vinkonu eins og mig til að skemmta hinum píunum í hinum lygna sjó hjónalífsins ;) ..svo þegar líða tók á kvöldið var ferðinni heitið á Salt í kokteila - frábær staður með frábæra þjónustu...verst bara að maður týndist í hvert einasta skipti sem maður ætlaði á klósettið..og svo fær Stebba klapp fyrir það að velja án efa eina reyklausa barinn á Íslandi - bara gjörugsa og vel og standa úti í skítakuldanum stúlkur mínar ;) ..kvöldið endaði svo á Barnum með eiginmanni Rúnu og félögum hans - og þvílíkt sem hitnaði í kolunum þegar þangað var komið! ..tekinn var einn sveittasti darraðadans í sögunni! ..Rúnu fannst manninum sínum hitna einum of þarna á dansgólfinu svo hún skellti bara úr eins og einu vatnsglasi yfir kallinn! ..enter: hlýrabolatímabilið..og ekki leið á löngu þar til strákarnir voru farnir að bókstaflega rífa þá líka hver utan af öðrum... eftir þessa útreið var okkur nokkrum skellt inní bíl og við keyrð á nokkra af betri næturskyndibitastöðum bæjarins þar sem minni fannst alveg upplagt að borða á þeim öllum! Af gefnu tilefni þá vil ég þakka öllum sem við komu þessu magnaða kvöldi kærlega fyrir :D
Disa skvisa 12:24
...
fimmtudagur, mars 08, 2007
Mis ..í morgun á leiðinni í ræktina spurði ég strákana að því hvað væri reið á reiðhjóli...svarið sem ég fékk var "allt sem er ekki hjól á reiðhjóli er reið" ..já það er misjöfn vitleysan sem vellur uppúr fólki fyrir klukkan sex á morgnana...
Disa skvisa 09:08
...
þriðjudagur, mars 06, 2007
Ný híbýli ..já á sunnudaginn tók ég mig til og flutti mig aðeins um set..[tók aðeins klukkutíma] ..Hákon bestasti féllst á að hýsa mig um sinn..þannig að núna á ég sambýling - eða eiginlega hann á mig þar sem ég flutti til hans :) ..Þar sem ég tek starf mitt gífurlega alvarlega mun ég sjá fram á þvílíka gleði og hamingju í Vesturbænum næstu mánuðina, þar sem ég mun leggja mig alla fram við þá iðju að vera góður sambýlingur..mun ég ávallt vera með brandara á reiðum höndum ásamt því að vera reiðubúin að taka smá gleðidans ef hart er í ári(eða degi).. ..hvað ætli honum finnist um 'naked thursdays'..??
Disa skvisa 13:01
...
föstudagur, mars 02, 2007
Flaschentag ..eitt af fáum orðum sem ég hef tileinkað mér úr því annars ágæta tungumáli :) ..enda einkar gott orð ;) ..en já enn ein helgin að ganga í garð og bara allt að gerast! ..hver einasta mínúta af þessari helgi er plönuð til hins ýtrasta! ..lærdómurinn gengur þó víst fyrir svo að leiðbeinandinn okkar fari nú ekki alveg yfirum vegna skorts á "materíali"...já það er stuð..