.............................................................................................................................................
heim
| hafðu samband
Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................
Á lífi... jæja þar sem prófin eru að byrja þá er við hæfi að gera allt annað en að læra undir þau og kannski hripa niður nokkrum línum.. Margt búið að gerast síðan síðast... hef skellt mér 2var erlendis..fyrra skiptið var til að hitta drykkjuvini mína og kollega, og að sjálfsögðu ástkæra systur í Köben þar sem sér var skellt á Muse tónleika og hoppað og skríkt yfir því að vera saman á ný...litlu seinna þá fór ég með henni Önnu minni til USA, og það í fyrsta skiptið síðan ég varð synd...Minneapolis varð fyrir valinu og gleði var það...fyllti fullt af töskum af dýrindisdóti til að koma með aftur heim á klakann... og meira.. heimilisfólki hefur fjölgað...hann Kalli litli kanína ákvað að flytja hingað í kotið...sem svo olli því að kotið er orðið of lítið...svo því var bara reddað og ný og stærri íbúð verður að veruleika í byrjun janúar..vííí :) drukknun.. einn fiskurinn minn sem ég kallaði Endurskinsmerki drukknaði voveiflegum dauðdaga um daginn..hann fékk sæmandi jarðarför...hinir fiskarnir hafa nú allir farið á skyndihjálparnámskeið.. box.. er komin í keppnishóp í boxinu...6 daga vikunnar leyfi ég strákunum að lúskra á mér...það fylgir víst..gleði og hamingja þar.. ætli þetta sé ekki nóg í bili...allavega til að róa Tótu mína ;)
Disa skvisa 15:02
...
þriðjudagur, október 23, 2007
DK á morgun....og minns ekki einu sinni búinn að pakka!
Disa skvisa 23:41
...
fimmtudagur, október 11, 2007
Leti ..erfitt að skrifa eitthvað þegar vanagangurinn er allsráðandi...svo ég set hápunktana bara í punktaform.. :) Síðan síðast hef ég.. lært leikið mömmu í nokkra daga klárað mánuð í boxi fengið tvo nýja fiska í búrið :) tekið til lært unnið keypt mér ferð til úglanda - vííí farið í saumó og étið á mig gat verið andlegur stuðningur fengið andlegan stuðning eignast nýtt húðflúr farið á körfuboltaleik farið á Superbad og nánast kafnað úr hlátri eignast vetrarstígvél lært og unnið
Disa skvisa 00:02
...
föstudagur, september 21, 2007
Í leyfisleysi ..í fyrradag ákvað síminn minn að taka uppá því að senda nokkur gömul sms skilaboð sem geymst höfðu í útboxinu að mér óafvitandi...þann dag ríkti ringulreið...
Disa skvisa 12:23
...
þriðjudagur, september 18, 2007
Dúllurass ..fyrir stuttu fékk ég að gjöf tvo litla sæta fiska..ég skírði þau Töru og Gauta...Tara er svona bardagafiskur...rosapæja...Gauti er hins vegar pínu vitlaus...samt sætur :) ...ég vaknaði um daginn og ætlaði að gefa þeim að borða en fann þá ekki Gauta...leitaði í búrinu..það var nú ekki flókið þar sem það er ekkert í því nema þeir...þá fann ég hann á bakvið - milli veggjarins og dælunnar - búinn að rígfesta sig...lá með mallann alveg upp við glerið...ekki sáttur..
Espresso! Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.
Disa skvisa 13:57
...
mánudagur, september 03, 2007
Það er alveg rosalega mikið að gera... ..en helst í fréttum að svona líka fínn titill hefur bæst aftan við nafnið mitt :D
Disa skvisa 18:37
...
fimmtudagur, ágúst 23, 2007
reductico ad absurdum ..Dr. Phil getur verið soddan snilli...hann er alveg troðinn af vísidómi :)
Disa skvisa 19:00
...
föstudagur, ágúst 17, 2007
Þolraun ..já á morgun verður þolraun sumarsins...reykjavíkurmaraþon...eðlilega þá ætla ég ekki að hlaupa heilt maraþon...bara svona eins og einn fjórða af því :) ...er búin að vera með í maganum alla vikuna yfir þessu...finnst frekar ólíklegt að ég geti hlaupið mig í mark...en maður vonar bara... vona helst að ég drepist ekki á leiðinni..held það sé markmiðið..
Disa skvisa 15:05
...
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Fríkisj kóinsident ..oh ég elska tilviljanir...þær eru svo mikil snilld :)
Disa skvisa 00:03
...
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Fellega vinalegt þegar ég labbaði út úr vinnunni undir kvöldið var maður á þrítugsaldri sitjandi inni í bílnum sínum með lygnd aftur augun og blastandi Betty Midler, wind beneath my wings..
Disa skvisa 00:22
...
mánudagur, ágúst 13, 2007
Kanavallargengið ..jæja þá er það hér með staðfest að ég er komin í hóp hipp og kúl fólksins sem mun flytja í nýja háskólasamfélagið uppá velli á miðvikudaginn kemur :D ..ég nottla gat bara ekki haldið mig frá litlu aukafjölskyldunni minni svo að mín bara reddaði málunum..ekkert annað hægt í stöðunni :) þá er meirihluti vinkonuhópsins aftur kominn í gamla bæinn...doldið langt síðan það gerðist síðast ;)
Disa skvisa 13:20
...
sunnudagur, ágúst 12, 2007
Á svona dögum.. ..er alveg skelfilegt að vera ekki búin að taka mótorhjólaprófið..en því verður reddað á örskotsstundu..eftir smá tíma :) ..þá mun ég líka taka fleiri karlmennskupróf - mér finnst ég orðin aðeins of mikil kella þessa dagana svo að instant úrbætur voru nauðsynlegar ;)
Disa skvisa 19:41
...
þriðjudagur, ágúst 07, 2007
Fyrsta mynd mætt á svæðið
..er í boði Gunna ;)
Disa skvisa 23:54
...
mánudagur, ágúst 06, 2007
Brekkan stal símanum.. ..frábærri Þjóðhátíð lokið...ekkert nema gleði og hamingja..iss þó maður hafi verið skallaður og tæklaður í brekkunni..piff það bara fylgir ;) ..hittum góðan slatta af frábæru fólki...yndislega frændfólkið mitt var endalaust gestrisið og tók okkur að sér..veðrið stóð sig vel..fengum bestu pizzu í heimi..úff og svo margt meira! síminn minn glataðist þarna einhvurs staðar - en ekki örvænta - þið munið öll geta hringt í mig á ný eftir svona tvo daga..þegar ég hef fengið mér nýtt simkort..vorum með einnota myndavélar þannig að myndir mæta eins snemma og þeim er auðið..
Disa skvisa 23:30
...
föstudagur, ágúst 03, 2007
Jæja.. ..nú er það Þjóðhátíð..
Disa skvisa 09:17
...
þriðjudagur, júlí 31, 2007
Stelpuferð til Önnu ...myndirnar segja allt sem segja þarf...eða svona næstum ;) ..myndir hér
Disa skvisa 11:16
...
mánudagur, júlí 30, 2007
Kemur alveg reglulega fyrir...
..minns kallar það alzheimer light :)
Disa skvisa 14:26
...
þriðjudagur, júlí 24, 2007
Í formi? Fór í skvass í gær...var gjörsamlega on fire! ..eins mikið og manneskja með mína skvassgetu getur verið on fire :) ...í dag á ég einstaklega erfitt með að hreyfa mig...ég kenni veggnum um það..
Disa skvisa 14:40
...
föstudagur, júlí 20, 2007
Áminning ..vildi bara minna ykkur á það að ég á afmæli á morgun :) ykkur er velkomið að senda mér kveðjur allan daginn :D
Disa skvisa 11:11
...
mánudagur, júlí 16, 2007
Ættarmóti lokið
Disa skvisa 10:27
...
miðvikudagur, júlí 11, 2007
Hlakka hlakka hlakka til ...ættarmót á súðavík nálgast óðum...brottför á morgun..allt að verða til...þetta verður geðveikt - ég finn það á mér...gott veður, tjill í tjaldi, rólegheit, gengið á fjöll, sundferð, dans, góður matur, gott fólk...it's going to be legendary! :D
Disa skvisa 10:38
...
þriðjudagur, júlí 10, 2007
Moving on ..það er alltaf erfitt að skella lífi sínu á "reset" og byrja uppá nýtt...maður er einhvern veginn svo tregur..vonar hálft í hvoru að þess teljist ekki þörf...en svo að lokum þá sér maður óumflýjanleikan og skellir sér í djúpu laugina...ég er samt ennþá að ákveða mig..
Disa skvisa 11:26
...
laugardagur, júlí 07, 2007
1. tilraun ..dagurinn í dag er búinn að vera einkar produktive...eins og sjá má hér til hægri þá var ég að æfa mig með nýja make-up dótið mitt... já það er ávallt megastuð hjá mér :D ..hvað finnst ykkur? ..alveg off kannski? .. já og ástæðan fyrir þessu hálfa andliti er einfaldlega sú að ég nennti ekki að gera bæði augun...já ég veit - dugleg :)
Disa skvisa 18:42
...
föstudagur, júlí 06, 2007
Einkapartý ..eins og maður á nú marga vini þá tókst þeim einhvern veginn öllum að vera upptekin í kvöld..þannig að mín ákvað að halda einkapartý - með sjálfri mér...rúna og einar voru svo góð að leyfa mér að vera heima hjá þeim á meðan þau skella sér útá land..þannig að núna er mín bara í kósí stemmara uppí sófa fyrir framan tívíið og tvö stykki tölvur...með vínglas í annarri og fjarstýringuna í hinni...
Disa skvisa 22:08
...
Í dag...líður mér eins og rusli..
Disa skvisa 09:33
...
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Nýta sólina ..já þar sem veðurkallarnir í sjónvarpinu sögðu að gærdagurinn yrði sá síðasti góði í einhvern tíma þá nottla varð mín að gera eitthvað skemmtilegt...svo að ég og Berglind skelltum okkur til Stokkseyrar og kíktum á kajak..í ljós kom að við erum nú engir sérstakir ræðarar en við náðum þó að koma í veg fyrir að hvolfa kajökunum - þó nokkrum sinnum hafi munað litlu..þetta var nú samt megastuð..fengum leiðarvísi svo að við myndum nú örugglega ekki villast í þessum ógöngum..svo lentum við í alls konar ævintýrum - eða já, þannig - og svo þegar við snerum við til að fara til baka þá gladdi nettur mótvindur okkur með nærveru sinni..semsagt í dag hefur mér þar með tekist að bæta á harðsperrurnar í höndum, öxlum og baki sem mætt höfðu á svæðið eftir jet-skiið um daginn..vei..
Disa skvisa 08:48
...
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Búst ..já það er gott að eiga góða vini að sem að bjóða manni í gleði þegar maður þarf á upplyftingu að halda...vá hvað það var gaman í gær þegar í snilldarveðri þá buðu Stebba og Jóndi mér með sér á Jet-Ski í sjónum úti fyrir reykjavíkinni...og vá hvað ég missti mig þegar ég fékk að keyra...tókst næstum að gera útaf við mig og stebbu! ..en sem betur fer er ég alveg einstaklega góður bílstjóri og náði að redda okkur fyrir horn ;) ..en það er alveg á hreinu að ef þeir ákveða einhvurn tíma að gefa mér mótorhjólapróf þarna uppi þá mun fólk í hrönnum forða sér af götunum! ..svo seinna um kvöldið þá varð ég vitni að fæðingu í bíl fyrir utan spítalann..alveg hreint magnað!
Disa skvisa 10:40
...
mánudagur, júlí 02, 2007
Fljótt skipast veður í lofti.. ..jæja nú er ég komin heim aftur eftir strembna daga í Köben.. lítill áhugi fyrir að blogga núna svo að ef þið ólm viljið tala við mig þá bara um að gera að hringja... out
Disa skvisa 09:48
...
fimmtudagur, júní 21, 2007
So close ...Ég sé ljósið!
Disa skvisa 21:14
...
miðvikudagur, júní 20, 2007
Í annarra manna sporum ..það er alveg rosalega skrítið þegar maður loksins fattar hluti...hef núna í langan tíma engan veginn getað skilið hvers vegna einn ágætur maður skilaði mér...en í dag laust niður ljósi...ég skildi allt í einu nákvæmlega hvað hann var að meina...
Disa skvisa 15:45
...
þriðjudagur, júní 19, 2007
Kostir og gallar ..ætli flestir kannist ekki við það að þegar maður er mjög óviss um eitthvað, þá taki maður það til bragðs að gera 'kosta og galla' lista til að ná utan um hugsanirnar...[eða er ég kannski bara eitthvað mis..] ..en jæja...hvað þá ef þessi listi kemur út sem jafntefli? ..á maður þá bara að kasta uppá það???
Disa skvisa 12:30
...
mánudagur, júní 18, 2007
Vei ..veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta..nú hefur leiðbeinandinn okkar látið okkur vita að hann geti ekki hitt okkur fyrr en daginn eftir að við eigum að skila! ..þar af leiðandi ætlar hann að gefa okkur frest fram á föstudaginn þar á eftir...ekki beint í boði...en maður verður bara að gera gott úr því og koma þessu frá sér sem fyrst og taka svo nokkra daga í pásu og vona bara að kallinn sé sáttur við þetta...meeeeen
Disa skvisa 16:16
...
sunnudagur, júní 17, 2007
Aumingi ..var inni á hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins áðan og komst að því að hægt er að leita eftir latneskum orðum..það fannst mér fellega sniðugt og fór að prófa mig aðeins áfram...því miður náði mín MR vitneskja ekki langt vegna gífurlegrar sérhæfingar þessa safns...kom þó eitt skemmtilegt upp...fátæklegt orð eins og 'nos' gaf upp svo einstaklega skemmtilega lausn sem 'Cynoscion spp.' sem á okkar ylhýra þýðir víst 'aumingi' og notast á sviði hagsýslugerðar...mikið þætti mér gaman að vita í hvaða samhengi :)
Disa skvisa 16:36
...
föstudagur, júní 15, 2007
Lokasprettur ..jæja þá er komið að því..næstsíðasta skiptið til Köben...skilum 25.júní...vá hvað ég verð glöð þá..og án efa þreytt...út á morgun...komin rigning þarna...bara fyrir mig...stuðstuðstuð..
Disa skvisa 15:44
...
miðvikudagur, júní 13, 2007
Rosalegt!
..já hér með er það ákveðið..ég held með honum Paul í "Britain's got Talent" ..meeen!
Disa skvisa 08:49
...
föstudagur, júní 08, 2007
Yndislegt veður ..þegar ég fór í Rope Yoga klukkan 6 í morgun tók sólin á móti mér með þetta líka milda og góða sumarveður...fór svo að synda á eftir tímann og vegna hita (14°C) þá skellti mér í smá sólbað í leiðinni - hve oft getur maður gert það fyrir klukkan átta á morgnana :)
Disa skvisa 08:41
...
fimmtudagur, júní 07, 2007
ég og icelandair erum 'like this'! ..minns, Rúna, Ragga og Stebba erum búnar að fjárfesta í flugi til London beibí í lok júlí - bara svona rétt til að sjá til þess að Anna okkar flytji nú örugglega heim :) Það verður æði að fara til einhverrar annarrar borgar en Köben í þetta skipti..bara svona rétt til tilbreytingar...sjitt hvað það verður gaman!
Disa skvisa 10:45
...
miðvikudagur, maí 30, 2007
Mótorhjólagella ..það er fátt jafn skemmtilegt og að sitja aftan á hjá ofurtöffara á megaflottu mótorhjóli í þessu yndislega veðri sem er búið að vera...nema þá nottla að sitja það sjálfur - og það er á dagskrá..
Disa skvisa 15:05
...
þriðjudagur, maí 22, 2007
Handy work já...það er sko alveg á hreinu að ég er verðandi verkfræðingur ;) þegar frambrettið á hjólinu losnar af þá bara reddar maður sér...þetta er íþróttateip sem ég nota ef einhver var að velta því fyrir sér....já ójá..
Disa skvisa 18:19
...
þriðjudagur, maí 15, 2007
Kría ..það er fátt jafn endurlífgandi og að fá sér kríu í eftirmiðdaginn...
Disa skvisa 15:06
...
mánudagur, maí 14, 2007
Helgin.. ..já gífurlegar væntingar voru fyrir þessu kosninga/júróvisjón kvöldi...búið var að fjárfesta í hinu fínasta átfitti svo að maður gæti nú verið í stíl við þessa gleði alla saman... byrjað var á því að komast að því hvernig í ósköpunum maður ætti nú að kjósa, verandi svona úglenskur íbúandi...góðir menn sáu algjörlega um það mál...en svo þegar mín mætti galvösk niður í Laugardalshöll, búin að læra utan að hvernig nákvæmlega ég ætti að fara að þessu, þá var nú bara lokað á nefið á mér! .."já því miður þá erum við bara búin að loka utankjörstaðakosningu"...já nei, við sem kjósum utan kjörstaðar njótum ekki sömu réttinda og hinir..við fáum bara að kjósa til sex...og greinilega vissi það enginn nema fólkið sem var að vinna inni í þessu litla herbergi í höllinni!! ...já ég var ekki sátt..en jæja..lifði það af.. síðan var maður mættur út á hjara veraldar (eða allavega hjara Höfuðborgarsvæðisins) tímanlega til að fylgjast með öllum herlegheitunum í góðra vina hópi...sat svo í mínu fínasta pússi dreypandi á hvítvíni yfir misgóðum atriðum..seinna þegar talningin í júró fór að taka á sig mynd fór ég alveg að missa áhugann frá plasmaskjánum og ofan í glasið mitt...þessi gífurlegu júróvisjónvonbrigði urðu til þess að ég sá ekki úrslit kosninganna fyrr en í einni nettri timburmannagleði daginn eftir...já og var þá líka rétt tæplega hálfum fermetra marbletti ríkari...já parketið hjá Stebbu og Jónda er sko alvöru! ;) Takk fyrir gott kvöld þið öll sem voruð í gleðinni með mér :D
Disa skvisa 16:00
...
föstudagur, maí 04, 2007
Góður dagur ..þó að ég hafi þurft að vinna í allan dag með kinnholubólgu, hausverk, beinverki, slen, stíflað nef, hita, hálsbólgu og óstjórnandi hósta þá get ég samt ekki annað en glaðst, því að í dag er alveg einstaklega góður dagur :)
Disa skvisa 18:36
...
fimmtudagur, maí 03, 2007
Út á land... ..spurning um að flytja bara til Þorlákshafnar...
Disa skvisa 15:26
...
föstudagur, apríl 27, 2007
Góða helgi allir saman ..þetta verður pottþétt alveg æðisleg helgi..allavega miðað við þessa blíðviðrisveðurspá sem mbl.is er að lofa okkur :D
Disa skvisa 15:55
...
sunnudagur, apríl 22, 2007
Ass print ..ójá ég hef merkt mér rækilega sófann heima hjá Boga...hér er mynd því til staðfestingar..
..vikan er næstum á enda og mín kemur heim á morgun...vííííí
Disa skvisa 11:35
...
föstudagur, apríl 20, 2007
Misfit ..fór á eitt deildarbókasafnið uppí skóla í dag..svona lítið bókasafn með nokkrum sérhæfðum bókum tilheyrandi deildar...jæja, ég var á svæði þeirra í Byggeledeslen - fínir kallar sem eru vanir að stjórna því að byggja hús...við ætluðum aðeins að sjá hvað þeir hefðu á milli handanna þarna á bókó...eitthvað hlýtur bara að hafa misfarist... (mér finnst þessi síðasta algjört æði..og þetta er á spólu þar að auki! :D )
Disa skvisa 22:00
...
Tónleikar ..já haldiði ekki að dísin hafi krækt sér í Pearl Jam miða í Köben í sumar..ekki verður það leiðinlegt, það er alveg á hreinu..sérstaklega þar sem þessu endalausa verkefni verður skilað daginn áður...víííí!! þá verður gaman í Köben :D
Disa skvisa 13:36
...
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Gleðilag
já, ákvað að feta í fótspor GummaJóh gamals félaga míns og skella inn þessu gleðilagi í tilefni dagsins..ekkert eins vinalegt og að dilla sér við lag eins og þetta - frábær upplyftir :) ..og allir saman nú..
Disa skvisa 16:58
...
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Myndir ..já undur og stórmerki gerast enn..mín hefur skellt inn nokkrum myndum..bæði frá páskunum á ísó og svo líka einstaklega skemmtilegu teiti sem ég fór í um síðustu helgi...njótið vel :)
Disa skvisa 11:08
...
föstudagur, apríl 13, 2007
Ahhhhh helgi ..það jafnast ekkert á við tilvonandi rólega helgi...þessa helgina mun ég fara í óvissuferð uppí Kópavog og líta til með "litlu" frændum mínum og voffunum þeirra....þetta verður fínt...ég ligg í makindum mínum uppí sófa og skipa strákum og hundum að gera hitt og þetta...hmmmm ætli þeir séu eitthvað góðir í að gera crème brulet??
Disa skvisa 14:37
...
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Komin heim og að fara á ný... já maður er á fleygiferð um allar trissur þessa dagana...nú er það þriðja Köbenferðin mín á þessari önn...já gleði og hamingja hér á ferð...ekki laust við að maður sé orðinn doldið þreyttur..og þó er önnin rétt hálfnuð...en maður harkar þetta af sér - maður er ekki nagli fyrir ekki neitt! Ísó var snilldin ein - ömmumatur, bretti, tjill, svefn, samvera, bíltúrar, páskaegg og almennt hopp og hí einkenndi þessa yndislegu ferð og vil ég þakka öllu fólkinu mínu fyrir yndislega páska :) knús til ykkar allra..þín líka Lára mín.. :)
Disa skvisa 16:27
...
miðvikudagur, apríl 04, 2007
It's here!! ..já dagur daganna er runninn upp...í dag verður farið í ródtripp vestur á firði...mmmm í hvaða mat ætti maður að fjárfesta til ferðarinnar? ..smjatt smjatt - eitthvað hollt og gott...svo verður maður að láta sér detta í hug einhverjir skemmtilegir leikir...bíómyndaleikurinn er nottla klassískur..sem og frúin í hamborg og "hver stal kökunni.."...úff hvað mér á eftir að vera hent út á ferð! Læt fylgja með leiðina vestur - ekkert svo langt..neinei :)
Disa skvisa 08:48
...
mánudagur, apríl 02, 2007
Páskavikan ..oh já aðeins þrír dagar í páskaferðalagið í ár..og mun ég feta í mín eigin fótspor frá því í fyrra og kíkja í heimsókn á Ísó...en í ár mun ég þó haldast þar alla helgina :) ..pabbi og gunnsi eru nú þegar mættir í gleðina...á Ísó er gleðin ávallt í hámarki - sérstaklega yfir páskana...Tungudalur mun vera minn daglegi brettafélagi, ásamt vonandi einhverri sól og snjó...svo verður að sjálfsögðu kíkt á hina árlegu tónlistarhátíð AldreiFórÉgSuður og jafnvel sungið sig hásan...amma gamla verður sótt heim, farið í sundlaugina, keypt bestbestbestustu kringlur í heimi og fleira sem er algjört möst að hafast við þegar maður fer vestur...úff hvað ég hlakka til!
Disa skvisa 10:36
...
föstudagur, mars 30, 2007
Erfið vika ..já þessi vika er búin að vera stanslaust strögl við að koma sér aftur inn í gömlu góðu rútínuna..það er þó ekki búið að ganga áfallalaust...síþreyta hefur hreiðrað um sig í minni svo að það er nánast ógerandi að koma nokkrum sköpuðum hlut í verk...bara búin að vakna kl.6 tvisvar í vikunni sem er sko ekkert til að hrópa húrra yfir og svo er maður bara þreyttur og pirraður fram eftir degi...en nú verður gerð búbót á...helgin verður eitt allsherjarsvefnmaraþon..með smá dassi af vídjóglápi og kannski sundferð ef ég er í góðu skapi..já ég get ekki neitað því að ég hlakka bara doldið til :)
Disa skvisa 10:27
...
sunnudagur, mars 25, 2007
Viku dauðans að ljúka.. ..í yndislegu veðri hjólaði litlan til Boga í dag að sækja bækurnar sínar...í leiðinni skellti hún í ammrískar pönnsur handa þynnkubarninu ;) ..já vikan endaði vel..skuggalega vel heppnuð árshátíð FívDTU í Jónshúsi í gær...þemað var pjöttlutittsjú..haha! ..gleðin lagði svo leið sína niðrá Emmu þar sem VIP borð og kælt romm beið okkar allra..já stjórnin stóð sig vel :D ..eitt klapp fyrir þeim - klapp! ..reyndar leiðinlegt að Arcade Fire tónleikunum skyldi vera aflýst..en í staðinn er það bara tjill í uppáhaldssófanum sínum :)
Disa skvisa 19:38
...
laugardagur, mars 24, 2007
Hnotskurn - eða þannig.. ..þessi vika er búin að vera uppfull af endalausum lærdómi myrkranna á milli með tilheyrandi svefnleysi og óhóflegri kaffidrykkju...lítið búin að sjá fólkið mitt hérna...nema þá nottla Boga sem ég virðist bara ekki losna við ;) ..en þetta tekur brátt enda...árshátíð í kvöld..tónleikar annað kvöld..og svo er það bara ísland góða ísland á mánudaginn..já hver hefði trúað því að litlan hlakkaði til að komast heim úr "fríinu" :D
Disa skvisa 09:24
...
þriðjudagur, mars 20, 2007
Hilsen fra Køben
..2 mínútur í H+ lestina..og solen skinner...vííí
Disa skvisa 11:48
...
föstudagur, mars 16, 2007
Trivial, ostar og rauðvín ..í gærkvöldi vorum við nokkur komin saman heima hjá Rúnu og Einari þar sem planað var spilakvöld...stelpur á móti strákum...menn gerðust gífurlega menningarlegir með alls konar framandi osta og sultutauji í stíl á meðan sötrað var á rauðvíni að heldri manna sið...hámarkið náðist þegar árni var manaður í að skella uppí sig eins og hálfum mygluosti í einum bita - já mikil menning þar á bæ ;) ..en aftur að spilunum...Trivial Pursuit varð fyrir valinu - enda með eindæmum menningarlegt spil - og að sjálfsögðu þá tókum við stúlkurnar þetta á samvinnunni..sér í lagi Ásta sem lagði sig alla fram við að vera sammála okkur hinum ;) Frábært kvöld í alla staði og verður vonandi endurtekið mjög bráðlega...þá verða strákarnir vonandi búnir að læra að hlusta á aldursforsetann í liðinu..alllavega ef þeir ætla að halda eitthvað í við okkur ;)
Disa skvisa 10:22
...
fimmtudagur, mars 15, 2007
Oh gömlu góðu stundirnar ..Begga ég sakna þín :*
Disa skvisa 16:59
...
þriðjudagur, mars 13, 2007
Steik Stundum get ég verið svo endalaust vitlaus að það bara nær ekki neinni átt!!
Disa skvisa 16:56
...
mánudagur, mars 12, 2007
Af kokteilum og sushi ..í tilefni þess að Anna okkar er á landinu þá tókum við vinkonurnar okkur til á laugardagskvöldið og dressuðum okkur upp í okkar fínasta púss og skelltum okkur á Maru í sushi...prófaðir voru alls kyns framandi réttir og dreypt á léttvíni með, á meðan skeggrætt var um allt milli himins og jarðar - og þá sér í lagi fékk ég að segja Önnu frá gleðinni sem mitt líf hefur verið að undanförnu ..já það er gott að eiga eina vinkonu eins og mig til að skemmta hinum píunum í hinum lygna sjó hjónalífsins ;) ..svo þegar líða tók á kvöldið var ferðinni heitið á Salt í kokteila - frábær staður með frábæra þjónustu...verst bara að maður týndist í hvert einasta skipti sem maður ætlaði á klósettið..og svo fær Stebba klapp fyrir það að velja án efa eina reyklausa barinn á Íslandi - bara gjörugsa og vel og standa úti í skítakuldanum stúlkur mínar ;) ..kvöldið endaði svo á Barnum með eiginmanni Rúnu og félögum hans - og þvílíkt sem hitnaði í kolunum þegar þangað var komið! ..tekinn var einn sveittasti darraðadans í sögunni! ..Rúnu fannst manninum sínum hitna einum of þarna á dansgólfinu svo hún skellti bara úr eins og einu vatnsglasi yfir kallinn! ..enter: hlýrabolatímabilið..og ekki leið á löngu þar til strákarnir voru farnir að bókstaflega rífa þá líka hver utan af öðrum... eftir þessa útreið var okkur nokkrum skellt inní bíl og við keyrð á nokkra af betri næturskyndibitastöðum bæjarins þar sem minni fannst alveg upplagt að borða á þeim öllum! Af gefnu tilefni þá vil ég þakka öllum sem við komu þessu magnaða kvöldi kærlega fyrir :D
Disa skvisa 12:24
...
fimmtudagur, mars 08, 2007
Mis ..í morgun á leiðinni í ræktina spurði ég strákana að því hvað væri reið á reiðhjóli...svarið sem ég fékk var "allt sem er ekki hjól á reiðhjóli er reið" ..já það er misjöfn vitleysan sem vellur uppúr fólki fyrir klukkan sex á morgnana...
Disa skvisa 09:08
...
þriðjudagur, mars 06, 2007
Ný híbýli ..já á sunnudaginn tók ég mig til og flutti mig aðeins um set..[tók aðeins klukkutíma] ..Hákon bestasti féllst á að hýsa mig um sinn..þannig að núna á ég sambýling - eða eiginlega hann á mig þar sem ég flutti til hans :) ..Þar sem ég tek starf mitt gífurlega alvarlega mun ég sjá fram á þvílíka gleði og hamingju í Vesturbænum næstu mánuðina, þar sem ég mun leggja mig alla fram við þá iðju að vera góður sambýlingur..mun ég ávallt vera með brandara á reiðum höndum ásamt því að vera reiðubúin að taka smá gleðidans ef hart er í ári(eða degi).. ..hvað ætli honum finnist um 'naked thursdays'..??
Disa skvisa 13:01
...
föstudagur, mars 02, 2007
Flaschentag ..eitt af fáum orðum sem ég hef tileinkað mér úr því annars ágæta tungumáli :) ..enda einkar gott orð ;) ..en já enn ein helgin að ganga í garð og bara allt að gerast! ..hver einasta mínúta af þessari helgi er plönuð til hins ýtrasta! ..lærdómurinn gengur þó víst fyrir svo að leiðbeinandinn okkar fari nú ekki alveg yfirum vegna skorts á "materíali"...já það er stuð..
Disa skvisa 15:00
...
mánudagur, febrúar 26, 2007
Strembin helgi já þó að ég hafi verið að vinna myrkranna á milli alla helgina þá stöðvaði það mig ekki í að þá boð frá S&J (Stebba og Jóndi) í að skella mér á eitt lítið ball á Nasa með þeim á laugardagskvöldið.. bara svona rétt að kíkja :) ..þegar ég var búin að sinna systraskyldum mínum og leika við, þvo, fæða, klæða og svæfa litlu sys þá var mín sótt heim að dyrum og lestuð niður í bæ í eins og einn Cosmo áður en haldið var í gleðina...eins og alltaf þegar þegar ég fer út með Stebbu þá var hún í sífelldri leit að eiginmanni handa mér - með misgóðum árangri þó - enda var ekkert allt of mikið um álitlega menn þetta kvöldið..nema þó kannski þessir sem héldu sig uppi og misstu af mest öllu ballinu ;) ..einstaklega óvænt og skemmtilegt kvöld og vil ég þakka S&J kærlega fyrir að nenna að hafa mig í eftirdragi :)
Disa skvisa 12:44
...
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Lúxus ..þessa vikuna lifi í ég lúxus..hef til umráða tvo bíla..risastórt hús..52" sjónvarp með öllum hugsanlegum stöðvum...flygil..nóg af mat...verst að ég get ekki notið alls þessa vegna anna..já það er ekkert grín að passa tvo hvolpa!!
Disa skvisa 12:40
...
mánudagur, febrúar 19, 2007
Bíómyndaaugnablik ..sumir hlutir sem ég lendi í eiga bara heima í bíómyndum! :D ..til að gera langa sögu stutta þá mun ég framvegis alltaf dobbúltjekka ný símanúmer sem ég fæ...sérstaklega ef þau læðast inn í símann minn á djamminu!
Disa skvisa 16:29
...
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Góð helgi ..já ég held barasta að lífið sé allt að snúast mér í hag :)
Disa skvisa 15:20
...
föstudagur, febrúar 16, 2007
Teiti í kvöld er ég að fara í teiti í mosfellsbæ..þetta teiti er mér til heiðurs..ekki veit ég af hverju, en ég ætla sko að njóta þess í botn! ..verst þó hvað ég mun verða á mörkum heims og helju...í dag er ég nefninlega að fara í 3ja tímann hjá Nonna félaga og eftir þann tíma þá hafa allir vöðvaflokkar verið teknir í gegn - með öðrum orðum mun ég nánast ekki geta hreyft mig án þess að emja af sársauka..gleði :D ..þannig að það er eins gott að skötuhjúin eigi rör því að það er nánast garanterað að ég mun ekki geta haldið á glasinu mínu sjálf!! ;)
Disa skvisa 16:53
...
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Valentínusargjöf ..þegar ég kom heim í gærkvöldi eftir annasaman dag beið mín íðilfögur blómakarfa...alveg yndislegt að fá svona óvæntan glaðning :) ..það er gott að eiga góða vini sem muna eftir einstæðingnum mér.. :)
Disa skvisa 16:54
...
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Ofvirkni Hve ofvirkur þarf maður að vera til þess að eiga líkamsræktarkort á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu og nota þau jafn mikið...
..þessum dúdda tókst allavega næstum að losa mig við hendurnar í gær...já það er stuð í Laugum.. :D
Disa skvisa 09:24
...
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Tiltekt ..ég hjálpaði ónefndum vini mínum að taka til heima hjá sér um helgina...ég fékk það stórskemmtilega verkefni að ganga frá í herberginu hans..og fjársjóðirnir sem maður fann!! ..það er alveg með ólíkindum sem maður lærir mikið um vini sína á því að "gramsa" doldið í dótinu þeirra ;)
Disa skvisa 19:35
...
föstudagur, febrúar 09, 2007
Garfield Einhver rosasniðugur skráði mig til þess að fá daglega Garfield skrítlu...ferlega vinalegt af þeim einstakling :)
Disa skvisa 12:59
...
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Punkteret dæk Var að keyra frá Röggu um daginn og skildi ekkert af hverju bíllinn leitaði svona mikið til hægri...keyrði inn í næstu götu og fór út að tjekka hvað væri í gangi...ekki var nú mikið eftir af dekkinu...
Disa skvisa 17:58
...
mánudagur, febrúar 05, 2007
Komin heim í sólina nú er dísa litla búin að vera í rúma viku á í landinu góða danmörku...og þvílíkt stuð sem búið er að vera! ..svo mikið að gera að mín er ekki einu sinni búin að fjárfesta í batteríum í myndavélina - þannig að mín tók bara nóg af "mental images" ;) og hvaða gleði og hamingja er búin að vera í gangi....? "29"ára afmæli Kenna á Pilegården HM í handbolta Kochinos - mun aldrei læra að skrifa þetta orð! ..en mmmmm.. Hjörringgade 5 Flutningur frá Vesterbrogade.. upp 5 hæðir á Peter Bangs Vej Rólegheit á Solbakken - knús til ykkar :) Sam's bar á laugardagskvöldi Hvernig maka mörgæsir sig? O'learys á ISL-DAN - men oh men!! Sam's bar á þriðjudagskvöldi - fengum bara ekki nóg! Verkefnisvinna með Boga Rölt niður strikið.. Hvernig eru rauðbeður búnar til? Bogi og Orri á föstudagskvöldi - cognac kennsla ;) Dansskóli Jóns Péturs og Köru Reddingar hingað og þangað.. bjore bjore bjore Hlustá zeppilliiiiin... Jeppinn hans Boga... Súkkulaðikaka og kakó á Café Norden...úff Póker'nótt' hjá Tryggva og Þórhildi - Ha? er ég með röð???? Hangs með Láru ..allt of mikið af pizzu Auðkylfingar...já maður spyr sig.. ;) held ég þurfi svo að fara í smá 'damage control' út af þessum videoum frá Sam's bar...
Disa skvisa 12:45
...
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Hákon er fundinn!!!!!
Disa skvisa 17:36
...
mánudagur, janúar 22, 2007
Um helgina rifjuð upp gömul kynni...það var ánægjulegt :) borðað endalaust af mat í barnaafmæli...mmmmm stóð yfir leit að Hákoni...hann er enn ekki fundinn! sofið til hádegis.. hlustað á frænda spila frumsamin lög á flygilinn.. leikið við litlu systur.. hlaupið eins og brjálæðingur.. tekin danssporin "rugla hári" og "klífa vegg".. kjánahrollur af einstaklega lélegum júróvisjónlögum.. myndataka inní ræstingaskáp á ónefndum skemmtistað..
Disa skvisa 11:33
...
föstudagur, janúar 19, 2007
Brjálað stuð í Photoshop...
þetta er nýja desktop myndin mín í vinnunni...nú brosi ég á hverjum degi þegar ég starta upp tölvunni :) ..getið klikkað á myndina til að fá hana í fullri stærð...
Disa skvisa 22:22
...
mánudagur, janúar 15, 2007
Jih hvað við erum sætar :) Arnar Fells var svo mikið æði að koma og taka myndir af okkur vinkonunum fyrir jól...og náði líka þessum fínu myndum af okkur...algjörar pæjur :D
Disa skvisa 15:43
...
sunnudagur, janúar 14, 2007
Sætur sunnudagur í dag var stuð...ég og Hákon fórum í smá ævintýraferð..við keyrðum út í Svartsengi...gengum uppí fjall...klæddum okkur í svarta ruslapoka og létum okkur gossa niður! gleði gleði gleði :D ..svo skelltum við okkur í Bláa Lónið svona bara af því að það er þarna við hliðiná :) Góður dagur
Disa skvisa 22:10
...
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Brynjareyndi að handleggsbrjóta mig í dag - henni tókst það ekki...held ég...
Disa skvisa 23:53
...
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Gaman já fólk kannski að furða sig á því hvar litlan sé...það er bara búið að vera svo gaman hjá mér undanfarið að ég hef ekki haft tíma til að skrifa...er að koma mér upp rútínu núna...þegar það hefur tekist mun ég afkasta jafnvel meiru en í dag! Næst á dagskrá er að finna reiðbuxur á góðu tilboði og kaupa 'þýska fyrir þig'..jájá það er stuð!
Disa skvisa 23:05
...
miðvikudagur, janúar 03, 2007
Árið ekki að byrja allt of vel... ..er að fá eihverja bölvaða flensu! ..en það þýðir ekki að láta deigan síga...aðeins 362 dagar eftir af árinu og ég er varla byrjuð á því sem ég ætla að gera áður en RÚV slær inn árið 2008..enginn tími fyrir flensu skal ég segja ykkur...
Disa skvisa 20:56
...
þriðjudagur, janúar 02, 2007
Tók Biggz með mér í áramótapartý hjá krádinu hennar Beggz..það var reykvél og allt - ójá við erum kúl...myndir hér[property of Fíapía]...
Disa skvisa 00:12
...
mánudagur, janúar 01, 2007
Annáll Árið 2006 tók allan skalann..stórkostlegar stundir vs. ekki svo stórkostlegar stundir. Ætli það sé bara ekki það sama og alltaf...fullt af hlutum þó sem stóðu uppúr - bæði jákvæðir og neikvæðir. Í ár hef ég ákveðið að nefna fólk og atburði í stikkorðum sem hafa staðið uppúr hjá mér á árinu. Röðin er af handahófi, enda er þetta ekki keppni ;)
Fólk Biggi - frábært comeback Beggurnar mínar báðar Dóri Fjölskyldan á Solbakken Lára sys Tóta Hákon - takk fyrir að flytja heim! Gunni Mummi á móti Fjölskyldan Víkurbakka 20 Drengjakór Breiðholts Árni Bjarni og svo að sjálfsögðu fjölskyldan mín sem er alltaf yndisleg
Tónleikar Radiohead Belle & Sebastian - þrjú stykki þar Sufjan Stevens - úff Depeche Mode Trabant Sigurrós í Öxnadal Roskilde eins og það lagði sig Airwaves The Killers Hot Chip Veto Panic! At The Disco Keane The Kooks Blue Foundation Tapes'n Tapes Snow Patrol ..man ekki meira
Atburðir Skíðaferðin í frönsku Alpana Rútan sem fór með okkur þangað Páskaferð á Ísafjörð - bretti Bergþóra flytur til Oslo Berglind & Andrés í vorheimsókn Heimsóknir á Solbakken Hákon birtist Íbúðin á Vesterbrogade Fredriksberg have Skóli í Dyrehaven Roskilde Roadtrip á Skagen Yndislegt veður Mælingar á Suðurnesjum Gengið uppá Glym Roadtrip á Borgarfjörð Eystri Ákveðið að klára Hringinn Aldarfjórðungsafmæli - og stolt af því Raufarhólshellir Jóhann Kári fæðist Hyttetur til Norge Airwaves í góðum félagsskap Kaup á Hyundai Accent Fimmtugsafmæli - var með í anda Desemberferð til Zürich Mörgæsagangan Ákveðið að flytja heim...
..ef ég er að gleyma einhverju mikilvægu endilega þá skella því inn í kommentin :)
Takk öll sömul fyrir árið 2006....2007 here I come!!!