This page is powered by Blogger. Isn't yours? Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
. . . ...


............................................................................................................................................. heim | hafðu samband






Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................




GLEðIMENN
OG
KONUR

SAUMÓ
queenz
Begga danska
RaggaP
Anna Óskin
Ingapinga
Hjördís

FÉLAGAR
Britney Begz
Biggi
Herrann
Keití
Gummi Jóh
Inga beib
Júlli
Tígrarnir
Kolla
Jóna Júll
Kef stúlkur
Árgangur 81

DK FÉLAGAR
Lára sys
Björg
Vigdís & Eiki
Aldís skvís
Tóta
Guðlaug&Svenni
Ingibjörg&Tóti


MYNDIR
Købenlíf
BogiJón
Gunni
Eygló

NAUðSYNJAR
Kort
DGS
SPK.is
DanskeBank
Selvhenter
Skeldan

SKÓLINN
DTU
Íslendingar

ÓGLEYMDIR..
Ofurmennin
Naglarnir

GRíSIR
Amelía Rún
Dagný Lind
Einar Aron
Gunnar Dagur
Helga Diljá
Jóhann Kári



fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Sambönd
Einhvers staðar heyrði ég að mikilvægasta sambandið sem rækta ætti væri sambandið við sjálfan sig...þannig að í gær þá bauð ég sjálfri mér á stefnumót..þetta var pínu óvissuferð, svo ég tók bara með mér veski og podinn og klæddi mig vel...svo var stefnt út í óvissuna..nokkrir nýjir staðir voru heimsóttir...en ferðin endaði þó á kunnugum stað - í Tivoli...það er alltaf yndislegt að koma í tivoli þegar líða tekur að jólum...öll ljósin og skreytingarnar... rólyndisganga í gegnum garðinn með kakóstoppi hjá hringekjunni...já við skemmtum okkur bara ágætlega :)





Disa skvisa 22:21 ...


miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ostapopp og PepsiMax - Best í heimi!!

takk elsku mamma :)


Disa skvisa 20:14 ...


Afmæli
Elsku minnsta systir mín hún Helga Diljá á afmæli í dag..hún er hvorki meira né minna en 1 árs!! Til hamingju með afmælið litla mín og vonandi færðu fullt af pökkum :)


Disa skvisa 18:52 ...


þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Þess væri óskandi að allt væri þetta svona einfalt..

"Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
-Tómas 5 ára.

"Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur...og verða kannski hjón?"
-Finnur 10. ára.

"Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn.
Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
-Regína 10.ára.

"Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
-Ómar 7. ára.

"Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði samt að prófa hana?"
-Sigrún 9. ára.


Já þau stuttu hafa víst svör við því öllu :)

Disa skvisa 18:33 ...


mánudagur, nóvember 27, 2006

Jæja nú verður brett upp ermarnar og rykið dustað af gömlu töktunum...því í kvöld verður farið í keilu! ..úff grey þeir sem eru með mér í liði...en ég meina...þetta er nú bara leikur ;)

Disa skvisa 18:46 ...


sunnudagur, nóvember 26, 2006

K-PAX
Bíómyndir með boðskap eru æði..fá mann alltaf til að pæla svo mikið...hér er eitt...

Prot:
I wanna tell you something Mark, something you do not yet know, that we K-PAXians have been around long enough to have discovered. The universe will expand, then it will collapse back on itself, then will expand again. It will repeat this process forever. What you don't you know is that when the universe expands again, everything will be as it is now. Whatever mistakes you make this time around, you will live through on your next pass. Every mistake you make, you will live through again & again, forever. So my advice to you is to get it right this time around. Because this time is all you have.

Disa skvisa 22:03 ...


þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Ok tryggingafélagið mitt er alveg einstaklega undarlegt...var að skrá bílinn á netinu og fékk þetta upp...


held það sé að reyna við mig...?

Disa skvisa 22:42 ...


Jólin jólin jólin koma brátt
nú fer óðum að styttast í jólin og ég gæti alveg farið að komast í jólaskapið...í gær komu jólaskreytingarnar á Strikinu upp..Tívolí er jólaopið...ég er komin í jólagjafainnkaup og gæti hugsanlega farið að skrifa jólakortin...og þá vita allir hvað gerist...JÓLALÖG...oh ég elska það hvað ég er mikil klisja þegar kemur að jólunum...ég kann held ég bara öll íslensk jólalög, hvort sem þau eru þekkt eða ekki...svo eru það Crosby, Sinatra og hinir rómantíkerarnir...vá get varla beðið! ..svo gæti maður jafnvel nælt sér í eins og einn erlendan jólamarkað - hver veit :D ..nú vantar bara snjóinn og þá er ég sátt!

og já...það er gott að þessi misskilningur hefur verið leiðréttur... ;)

Disa skvisa 20:58 ...


mánudagur, nóvember 20, 2006

Hyldýpi hugans
ef einhver gæti lesið hugsanir mínar...sá myndi snarlega hætta að lesa!! Í dag er ég búin að gera lítið annað en að hugsa...var reyndar í skólanum en ég hafði ekkert að gera svo að ekki setti það stólinn fyrir dyrnar...já er búin að vera að hugsa og hugsa...fram og til baka - aftur á bak og áfram...er búin að komast að svona 10 þúsund niðurstöðum og henda þeim öllum...spurningar á spurningar ofan...það er bara svo margt sem ég skil ekki - og fæ líklegast aldrei svör við...sumir eru án efa bara sáttir við það...en ég?...nei, það er bara eitthvað...

en að öðru...Begga mín var hérna um helgina...brjálað stuð á okkur - eðlilega :)
við dunduðum okkur við margt...aðallega að versla og tala þó...já það er alveg með ólíkindum hve mikið tvær ungar stúlkur geta skrafað...held bara að við höfum ekki stoppað alla helgina - nema þá rétt til að borða og sofa...oh Begga ég sakna þín strax! ..meirasegja appelsínudjúsinn minnir mig á þig..

Disa skvisa 20:02 ...


laugardagur, nóvember 18, 2006

Óskýrður
Þetta er nýi bíllinn minn...


Einstaklega myndarlegur bíll...og á íslenskum númerum...hmmm..er hann þá á íslandi??? ..jájá mikið rétt...og hvers vegna kaupir ásdís sér bíl á íslandi spyrja menn sig...?? ...nú það er vegna þess að litlan hefur ákveðið að flytja heim um óákveðinn tíma...[nú er eins gott að íslendingar séu hoppandi og fagnandi við tölvurnar sínar!]...já víst er að flestir koma að þeim tímapunkti í lífi sínu þegar tími er kominn til að ráða bót á því sem illa hefur farið - ætli það megi ekki segja að ég hafi náð þeim mörkum...húrra fyrir því!! ...aðallega fyrir mig samt...en þó..

Disa skvisa 00:03 ...


föstudagur, nóvember 17, 2006

Jæja...þá er ég búin að sýna Beggu minni Field's....

Disa skvisa 19:45 ...


fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Get varla beðið..


Aðeins 4 klukkustundir og 15 mínútur í komu Beggu minnar til Köben...

Disa skvisa 17:20 ...


miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Tip of the day
Ekki taka djúpan andardrátt með nefinu í funheitu Sauna - nema þú hafir einstaka löngun til að láta kveikna í nefinu á þér..

Disa skvisa 21:29 ...


þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Lukka
ég er ein af þeim sem er aldrei heppinn..hvorki í spilum, lottói, happadráttum [úff erfitt orð] eða þess háttar...en í dag henti mig pínulítil lukka - kannski ekki merkileg - en hún kætti mig :D

já! mín var númer 1000 á síðunni hennar Beggu minnar og í verðlaun er gisting og fæði hjá henni og Pésa hennar...og jafnvel líka risakaka!!! mmmmm...mér finnst kökur góðar...

Disa skvisa 15:42 ...


mánudagur, nóvember 13, 2006

Strætó
..í dag gerðist doldið undarlegt..ég er á leiðinni heim með 150s úr skólanum í rólegheitunum..sofna eins og oft áður..fer ekki út fyrr en á endastöð svo það er allt í lagi...stekk út úr strætó á Nörreport og hoppa beint uppí 6A sem leið liggur heim til mín...eftir minni bestu vitund...reyni að leggja mig aftur - standandi í þetta sinn...en finnst aðeins of margir eitthvað í strætónum...verður litið út um gluggann..já neinei! þá er ég komin langt á leið upp Nörrebrogade í 350s! ..snögg viðbrögð..stekk út úr strætó og skokka fyrir hornið...hoppa þar uppí 3A sem kemur mér loksins heim...já strætó er gleði..

Disa skvisa 18:39 ...


sunnudagur, nóvember 12, 2006

Fljúgandi súperman og skoppandi jólasveinar
..já það er ekki á hverjum degi sem manni er skemmt að hætti Sufjan Stevens aka. Arnarhöfðingjanum og fiðrildahljómsveit hans..kvöldið var alveg einstaklega vel heppnað í alla staði með söng og glens...í upphitun fengum við St. Vincent, stúlku úr fiðrildasveitinni, sem stóð sig alveg hreint með ágætum og var líka svona sæt - sem er alltaf gott ef maður skyldi ekki vera nógu góður tónlistarlega séð - en hún var klár svo þetta var allt í lagi...svo mætti Sufjan með allri sveitinni og að sjálfsögðu lukkuhananum þeirra, sem er að sjá heiminn, á sviðið..kraftur og blíðleiki á víxl og sameinað...söngvar um allt sem flögrar, súperman, fræga bandaríkjamenn og konur, hátíðardaga og þegar kviknaði í ruslinu heima hjá foreldrum hans - já yrkisefni á hverju strái...fengum meira að segja eitt stykki frumsamið jólalag!
ég gekk út alsátt...

Viðauki..
hann Súfi eins og ég kalla hann er alveg fáránlega vel heppnað eintak af manni...einlægur, hnyttinn, sniðugur, bráðmyndarlegur, snilldartónlistarmaður og til að toppa það allt þá syngur hann eins og engill - í fullkomnum heimi þá værum við gift...en maður fær víst ekki allt...í staðinn fékk ég 'góð í stærðfræði' sem eru léleg skipti því ég er ekki einu sinni það góð í stærðfræði!
..en allavega þá ákvað ég að googla nokkrar myndir af manninum bara svona uppá fönnið...úfff..





Disa skvisa 23:21 ...


Jóhann Kári
..þau Ragnheiður vinkona og maðurinn hennar Þorsteinn voru að skíra litla strákinn sinn í dag og fékk hann nafnið Jóhann Kári - alveg einstaklega fallegt nafn :) ..hann Jóhann Kári er annað barnið sem fæðist inn í vinkonuhópinn og þar sem Ragnheiður er ein af mínum elstu vinkonum þá er hér með garanterað að þessi ungi snáði verður vel dekraður - ójá - á meðan ég er ógift og barnlaus þá tek ég mér það bessaleyfi að sjá um svoleiðis hluti ;)
Læt hér með fylgja myndir frá deginum..takið eftir því hve drengurinn er einstaklega snyrtilega klæddur á myndinni fyrir neðan ;)


Disa skvisa 23:06 ...


laugardagur, nóvember 11, 2006

dagur þrjú...ofurferð í ræktina..það er sko ekkert sparað sig hér..

Disa skvisa 16:54 ...


Ég komst að því í ræktinni í gær að ég er alveg einstaklega léleg í dönsku 'small-talk'i... sérstaklega þegar ég er stressuð... vá! hef aldrei áður verið leiðrétt jafnoft af ókunnugum..

fékk svo staðfestingu á þessu þegar ég var í röð á salernið í kvöld - úff hvað það var vandræðalegt... hef sjaldan verið jafn fegin að röðin var komin að mér!

Disa skvisa 00:19 ...


fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Afrek..
ekki kannski fyrir ykkur hin, en fyrir mig þá var ég að yfirstíga heilan fjallgarð..já núna í kvöld þá hjólaði ég niður í bæ og skráði mig í FitnessDk - og tók svo netta æfingu...vá hvað ég var búin að gleyma hve yndislegt það er að ýfa upp adrenalínið...allan þennan mánuð mun ég reyna að fara eins oft og mér er mögulega unnt þangað niðureftir...verð nú að fara fyrir allan peninginn - nógu dýrt var þetta!!

Disa skvisa 23:13 ...


þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Ég sakna mín...

Disa skvisa 23:23 ...


mánudagur, nóvember 06, 2006

Nú er klukkan rétt að verða átta á mánudagsmorgni og ég búin að sofa í rétt tæpan klukkutíma í nótt..já svona er það..í síðustu viku þá var það svefninn sem bjargaði..hvað á ég að gera núna??

Disa skvisa 07:02 ...


föstudagur, nóvember 03, 2006

Í dag er J-dagurinn..þá kemur jólabjórinn - rétt cirka klukkan 20:59...
í gær horfði ég á The Grinch..já, jólin eru óðum að nálgast..

í kvöld ætla ég út í leit að gleði..ég á það skilið..

Disa skvisa 18:18 ...