.............................................................................................................................................
heim
| hafðu samband
Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................
Það er ekkert eins og að horfa á Love Actually ef maður er langt niðri...þessi mynd lyftir manni uppí hæstu hæðir á aðeins 2 klukkustundum og 9 mínútum...reyndar hef ég horft svo oft á hana að mínar hæðir mæta á svæðið um leið og ég ýti á play :D ..það er bara svo magnað hvernig maður hlær og grætur og hoppar af gleði - og það allt á sama tíma! ..held ég horfi bara á hana aftur svona fyrir svefninn :)
Disa skvisa 20:34
...
föstudagur, maí 26, 2006
Fór í Zoologisk have í morgun...það voru einhver mótmæli í gangi...
Disa skvisa 15:11
...
Mikið er ég fegin að þeir hafa loksins fundið svar við þessari spurningu - ég hef löngum velt því fyrir mér hvort kom á undan!!
Disa skvisa 14:53
...
fimmtudagur, maí 25, 2006
Djamm á miðvikudegi.. þar sem mín heiðarlega tilraun til að ná þessu prófi að öllum líkindum mistókst í gær þá ákváðum ég og Konni að skella okkur bara á smá sprell...byrjuðum að fara á Londró að borða alveg snilldarborgara og svo fórum við bara á studenterhuset og helltum aðeins í okkur...Hákon tók dansinn og svona :D ..Dóri heiðraði okkur svo með nærveru sinni þegar líða tók á kvöldið og jók þar með á gleðina - sem var þó mikil fyrir :D ..jamm og svo var kvöldið að sjálfsögðu endað á "bestu pítsum í Köben" staðnum..mmmmmmm ..setning kvöldsins var án efa "it's okei, I'm a limmodriver!!" ..ef ykkur vantar smá til að sjá þetta fyrir ykkur þá er þetta semsagt ég í strætóröðinni á nörreport sveiflandi mánaðarkortinu framan í fólkið fyrir framan mig segjandi þessa setningu...jamm ég sagði ykkur að það hefði verið gaman :D
Disa skvisa 19:47
...
miðvikudagur, maí 24, 2006
jæja...get allavega sagt að ég hafi gert heiðarlega tilraun í þetta próf... ..og núna er það bærinn í rigningunni :)
Disa skvisa 13:08
...
get bara ekki meir...zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Disa skvisa 01:52
...
þriðjudagur, maí 23, 2006
Hákon mættur!! ..jæja búin að sækja hann Konna minn (þekkti hann bara strax!)..gefa honum að borða... setja hann í sturtu og koma honum í háttinn...tel það nú vera bara gott dagsverk :) ...þá er að koma sér aftur að lærdómnum..býst ekki við miklum svefni í nótt vegna lesturs...en það verður bara spennandi - langt síðan maður hefur púllað ollnæter :D
Disa skvisa 21:02
...
Óveður dauðans!! ..það var bara varla sofandi í nótt fyrir endalausum þrumum og eldingum - og úrhelli!! vaknaði í hvert einasta sinn sem þruma mætti og svo kom þessi líka rosablossi inn um gluggann...ein þruman var alveg pottþétt bara beint fyrir ofan þakið svo hávær var hún - og vá hvað mér brá!!
..Hákon hefur loksins látið heyra í sér..lendingartími er um hálf sjö í kvöld..þá mun ég bíða á hovedbane með stórt skilti sem stendur á "Hákon Atli" bar svo hann missi alveg örugglega ekki af mér :D ..
Þetta er síðasta myndin sem mér hefur borist af Hákoni..ætli ég muni þekkja hann?? það er nú orðið alveg skammarlega langt síðan maður hitti hann síðast...
Disa skvisa 12:07
...
mánudagur, maí 22, 2006
Þá er mínu fyrsta munnlega prófi á dönsku lokið.. ..og ég stóðst! klöppum fyrir méééééér - "klapp" ..fékk þó ekki þá einkunn sem ég hafði vænst..en svona er það bara...maður fær ekki allt það sem maður vill.. þá er bara að skella sér undirbúning fyrir það næsta...en fyrst ætla ég að borða verðlaunin mín - salsarétt í ofni með nachos og appelsín að drekka og svo ís í eftirrétt :D ..jájá ekki lélegt það!
Disa skvisa 14:10
...
sunnudagur, maí 21, 2006
Hún Berglind mín er alveg sérdeilis góður myndasmiður þessi var tekin á Belle & Sebastian á föstudag..
Disa skvisa 21:18
...
laugardagur, maí 20, 2006
Laugardagskvöld.. ..hvernig ætli gangi að sofa í nótt?? ..í gærnótt fór allt loftið úr neðri hluta dýnunnar..auk þess fékk ég símhringingu frá einhverjum blindfullum vitleysingum sem bara urðu bara að tala við mig akkúrat þá og þarna..gott að þeir allavega skemmtu sér..
Annars fórum ég og hjúin mín (Berglind&Andrés) á Belle & Sebastian tónleika í gær..búin að bíða eftir þeim síðan ég fékk að rippa The Boy With The Arab Strap hjá Hjöddu forðum daga..þeir voru alveg drullugóðir..og við dönsuðum í djollífíling.. Bob stóð sig vel..að vanda..Drésa fannst hann eitthvað stelpulegur - bull og vitleysa!
Fyrsta prófið á mánudaginn...og svo kemur Hákon í heimsókn :D ..þá verður sko hoppað!!
Disa skvisa 22:47
...
föstudagur, maí 19, 2006
Í nótt svaf ég á 40cm breiðri vindsæng..ef ég vildi snúa mér við þá þurfti ég að gera það á staðnum..vaknaði svo hálf á gólfinu í morgun...oh það er svo gaman að hafa gesti ;)
Disa skvisa 10:01
...
fimmtudagur, maí 18, 2006
já og svo má ekki gleyma júróvisjónpartýinu í kvöld hjá Guðlaugu&Svenna... gleði hjá þeim hjúum klikkar aldrei!! oh hvað verður gaman!! ...minns er bara hoppandi :D
Disa skvisa 10:57
...
Víííííííííííííííííííííííí... getiði hver eru að koma eftir klukkutíma!!!!??? íjh hvað verður gaman :D ..kannski betra að taka smá til svo þau komist fyrir í kotinu mínu..hmmmm
Prófatíðin hjá mér í ár verður með þeim betri..ekki þó prófatíðin sjálf heldur allt sem er að gerast í kringum hana..Júróvisjón og svona..og svo eru bara svo margir að koma í heimsókn - þar má nefna mömmu og fylgdarlið ásamt GD..svo Lára..svo kemur Hákon gamli vin..og líka Björg mín sem er nú meirasegja að fara að flytja hingað..og fleiri og fleiri - og þegar svona glæsimenni koma í heimsókn verður mikið skemmtilegt brallað :D ..ég get til dæmis með fullri vissu sagt að ég fari í tívolí með hverju einasta þeirra..og svo er bara svo margt skemmtilegt hægt að gera hérna í baunalandi... en þessu fylgir að sjálfsögðu það að ég er að missa mig í lærdómi núna áður en allur þessi flaumur mætir á svæðið...ætli maður sökkvi sér ekki bara í ökó núna..
Disa skvisa 09:23
...
þriðjudagur, maí 09, 2006
Enn einn dýrðardagurinn... vaknaði svona líka eldhress klukkan hálf átta í morgun og fór að taka til..svo var þvottur klukkan átta..jájá þetta leggur maður á sig í prófunum..eða leiðrétting..í prófunum gerir maður allt til að þurfa ekki að læra...en jæja nú hef ég bara enga afsökun lengur..meirasegja stóra verkefnið með Tótu búið! ..best að koma sér út..spáð alveg fáránlega góðu veðri í dag..en verð víst að passa mig..náði að kveikja svona líka nett í öxlunum á mér í gær!!
Disa skvisa 07:52
...
sunnudagur, maí 07, 2006
Radiohead - í KB-hallen laugardaginn 6.maí 2006
Mig langar aftur á morgun!!!!
Disa skvisa 00:09
...
fimmtudagur, maí 04, 2006
Sjitt hvað ég er að steikjast!!! ...það er sko langt yfir 20°C í garðinum hjá mér og klukkan orðin 7 að kvöldi!! ..ef þetta er það sem koma skal þá segi ég bara eins og Guðlaug: "best að fara að koma sér í magabolinn" ;)
..og Lára mín eitt RISAknús til þín frá mér - þú ert bestust :)
Disa skvisa 17:09
...
miðvikudagur, maí 03, 2006
Í sól og sumaryl ég sat einn fagran dag... í sól og sumaryl ég samdi þetta lag... fuglarnir sungu og lítil falleg hjón.. flugu um loftin blá já það var fögur sjón...
..oh já hver man ekki eftir því þegar Rokklingarnir tóku þetta lag á sínum tíma.. ;) þá var líka gott veður eins og í dag.. ..en dagurinn í dag var samt betri - því mér var boðið í grillpartý uppí Trørød ásamt Tótu og Tótlu og Tryggva (vó! ..hversu mörg Té eru í því :D ) ..við fengum grillaða hamborgara með öllu (á nýja flotta grillinu) og franskar og KÓK..vííííííí...sátum svo úti í blíðunni og hámuðum þetta hnossgæti í okkur ásamt því að vera í sólbaði á annan vangann (ég fékk á þann vinstri..svo á morgun þarf ég að taka þann hægri..svona til að jafna út brúnkuna..).. ..svo er grjónagrautur með lifrarpylsu í hádegismat á morgun!! ..það er bara veislumatur alla daga hérna í úthverfinu :D