.............................................................................................................................................
heim
| hafðu samband
Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................
Að það skuli hafa þurft rannsókn til að komast að þessu!!!!
Disa skvisa 21:14
...
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Stokkhólmur - borg Vasa ..jamm gleðin hefur verið við völd hér í borg síðan ég mætti á staðinn...aðeins of seint..við fræga fólkið látum alltaf bíða eftir okkur ;) ..er búin að fara á rúntinn og taka röltið niður í bæ og fara í búðir og síðast en ekki síst skoða Vasasafnið...já þá mætti halda að maður hafi skellt sér að skoða einhverja gamla vasa..en neinei...fór að skoða eitthvert eeeeeeldgamalt orrustuskip sem var byggt af Vasa konungi árið 1628 (hmm sko ekki af honum heldur eihverjum Hollenskum snillum) jamm þetta átti að verða stórfenglegasta skip sem Svíþjóð hefði átt...og það var það...eða þangað til því var siglt úr höfn..þá komst það varla úr höfninni áður en það fór á hliðina og sökk! - smá misreikningar hjá Hollensku snillingunum ;) ...svo um daginn (eða svoleiðis) þá var einhver dúddi sem fann skipið aftur á hafsbotni og vildi ná því upp..en þá sagði ríkið bara "neinei..það þarf ekkert að minna okkur á hve misheppnaðir við vorum þarna á 17.öld!" ..en að sjálfsögðu var dúddinn þrjóskur og sagði bara "víst!" og þannig varð Vasasafnið til :) ..þetta var sögustund með Ásdísi :D
Disa skvisa 22:00
...
föstudagur, apríl 14, 2006
Dagur gleði og hamingju fyrir okkur hérna fyrir vestan..frost en samt sól sem hitaði mann upp..varla ský á himni..fínar brautir og nett púður...himnaríki á jörðu :D ..myndir frá í dag..
Séð ofan úr fjalli og niður í Skutulsfjörð..
Séð uppí fjöllin frá toppnum..
..kögglarnir alveg ógisglega sætir í brekkunum :)
Disa skvisa 00:11
...
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Gleði uppí fjalli :D
og breaking news: stórfjölskyldan öll að mæta vestur :D
Disa skvisa 21:26
...
þriðjudagur, apríl 11, 2006
"I just had a near-death experience!" ..hver sagði og af hvaða tilefni?..
..lögðum af stað vestur í morgun...allir rosahressir eldsnemma á þriðjudagsmorgni...Dísa litla algjörlega áhyggjulaus, komin með kortið í aðra og Madjik í hina ...svo fórum við að nálgast Holtavörðuheiðina..færðin fór vesnandi...komin vel fram fyrir Fornahvamm...þá fer bíllinn að renna og tekur svo netta snúninga þar sem hann straujar eins og eina vegstiku..ef ekki hefði verið fyrir færni pabba gamla og magn farangurs í skottinu þá hefðum við líklega tekið vænt stökk út af veginum og þakkað guði vel og lengi fyrir bílbeltin...litlan var með hjartað í buxunum og blóðþrýstinginn uppúr öllu valdi (eðlilega þar sem hjartað var í buxunum) alveg niður að Brú...afganginn af ferðinni get ég ímyndað mér að að ég hafi verið alveg nett óþolandi aðstoðarbílsjóri ;) ..en ég lærði þó alla firðina út að Ísó utanað :)
..erum annars komin á Ísó...búin að kaupa páskaegg, koma okkur fyrir hjá Reyni frænda og kíkja í kaffi til ömmu - þar sem horft var með henni á Leiðarljós (eðlilega)...
..svo er það barafjallið á morgun - íííííííííjhaaaaaa!! :D
Disa skvisa 21:35
...
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Híhí ég kem á klakann á fimmtudaginn!!! ..og ég og pabbi og brósi erum svo að fara á Ísó á skíðaviku um páskana!!! ...langt síðan sú gleði hefur verið tekin :D ...vantar samt Láru sys í gleðina :(
..svo verður tekin smá ferð til mömmu og jörra og litlu sys í sverige eftir það...
..hef ekki verið svona bissí um páska bara í mörg ár - og þvílík hamingja!! :D
Disa skvisa 22:16
...
mánudagur, apríl 03, 2006
Hvernig stendur á því að alltaf þegar maður þarf nauðsynlega að vera mættur eitthvert á réttum tíma þá er eitthvað að lestarkerfinu??!!!!!
..Lára sys búin að vera hjá mér yfir helgina..ákvað bara á fimmtudaginn að skella sér til systu sinnar :) ...svo var líka síðasta helgin hennar Beggu minnar hér í Köben svo að við og Hulda gerðum okkur dagamun á laugardagskvöldið og fórum á steikhús í veglega veislu og svo var farið á Emmu seinna um kvöldið og dansað frá sér allt vit :)