This page is powered by Blogger. Isn't yours? Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
. . . ...


............................................................................................................................................. heim | hafðu samband






Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................




GLEðIMENN
OG
KONUR

SAUMÓ
queenz
Begga danska
RaggaP
Anna Óskin
Ingapinga
Hjördís

FÉLAGAR
Britney Begz
Biggi
Herrann
Keití
Gummi Jóh
Inga beib
Júlli
Tígrarnir
Kolla
Jóna Júll
Kef stúlkur
Árgangur 81

DK FÉLAGAR
Lára sys
Björg
Vigdís & Eiki
Aldís skvís
Tóta
Guðlaug&Svenni
Ingibjörg&Tóti


MYNDIR
Købenlíf
BogiJón
Gunni
Eygló

NAUðSYNJAR
Kort
DGS
SPK.is
DanskeBank
Selvhenter
Skeldan

SKÓLINN
DTU
Íslendingar

ÓGLEYMDIR..
Ofurmennin
Naglarnir

GRíSIR
Amelía Rún
Dagný Lind
Einar Aron
Gunnar Dagur
Helga Diljá
Jóhann Kári



laugardagur, febrúar 26, 2005

Baráttan við Skellu

Lenti í truflandi lífsreynslu um daginn.
Var bara að taka mig til fyrir svefninn í rólegheitum og þar sem ég sat á lettinu þá réðst á mig risastór könguló. Þar sem ég bý á annari hæð og það er frostavetur þá var þetta það síðasta sem ég bjóst við - svo eðlilega brá mér.
Ég lét hana þó ekki slá mig út af laginu. Smokraði mér varlega út um hurðina í leit að vopni. Þar sem ég hef heyrt að maður þjáist sama og ekkert við drukknun, þá varð vatn fyrir valinu. Ég hef háð þó nokkur einvígi við svipuð kvikindi svo ég hélt ég vissi út í hvað ég væri að fara. Ég fyllti skál af vatni og hellti því yfir Skellu - fannst ekki annað en sjálfsagt að skíra mótherja minn - og hélt það ætti nú að duga. Hef ekki heyrt um það að köngulær séu miklir sundmenn. Ég fylgdist með henni til að vera alveg viss um að ég hefði yfirbugað hana. Hún stendur upp, hleypur úr bleytunni og hristir sig.
Eitt - núll fyrir Skellu.
En eins þolinmóð og ég er þá gerði ég bara aðra tilraun til að koma henni fyrir kattarnef. Allt kom fyrir ekki. Allt baðherbergisgólfið orðið blautt. Skella farin að klífa veggina. Þá sá ég mér leik a borði. Ég skolaði henni af veggnum og út a mitt gólfið og leyfði henni að drekka vatn þar í smá tíma áður en ég lagði til lokaatlögunnar. Skella skolaðist út í vegg - alveg hreyfingarlaus og samankrumpuð.
Ég vann
Fór róleg að sofa.
Vaknaði snemma morguninn eftir. Akvað að líta til fórnarlambs míns - vera viss um að hún væri ekki örugglega ennþá látin.
Skella var horfin
Hef eytt síðastliðnum dögum í vangaveltur um það hvernig hún fór að því.
Var hún étin? - Ef svo er, af hverjum?
Má ég búast við fleiri árásum?
Drukknaði hún kannski ekki?
Var hún að leika?
Eru til dæmi um það?
Vanmat ég andstæðing minn?
Munum við hittast á ný í öðrum bardaga?

- held ég þurfi að vega og meta kosti og galla þess að velja áhrifaríkara vopn -

Disa skvisa 11:06 ...