.............................................................................................................................................
heim
| hafðu samband
Well, yes and no. Yes, I did say it, and no, I didn't not say it... ......................................
Lenti í truflandi lífsreynslu um daginn. Var bara að taka mig til fyrir svefninn í rólegheitum og þar sem ég sat á lettinu þá réðst á mig risastór könguló. Þar sem ég bý á annari hæð og það er frostavetur þá var þetta það síðasta sem ég bjóst við - svo eðlilega brá mér. Ég lét hana þó ekki slá mig út af laginu. Smokraði mér varlega út um hurðina í leit að vopni. Þar sem ég hef heyrt að maður þjáist sama og ekkert við drukknun, þá varð vatn fyrir valinu. Ég hef háð þó nokkur einvígi við svipuð kvikindi svo ég hélt ég vissi út í hvað ég væri að fara. Ég fyllti skál af vatni og hellti því yfir Skellu - fannst ekki annað en sjálfsagt að skíra mótherja minn - og hélt það ætti nú að duga. Hef ekki heyrt um það að köngulær séu miklir sundmenn. Ég fylgdist með henni til að vera alveg viss um að ég hefði yfirbugað hana. Hún stendur upp, hleypur úr bleytunni og hristir sig. Eitt - núll fyrir Skellu. En eins þolinmóð og ég er þá gerði ég bara aðra tilraun til að koma henni fyrir kattarnef. Allt kom fyrir ekki. Allt baðherbergisgólfið orðið blautt. Skella farin að klífa veggina. Þá sá ég mér leik a borði. Ég skolaði henni af veggnum og út a mitt gólfið og leyfði henni að drekka vatn þar í smá tíma áður en ég lagði til lokaatlögunnar. Skella skolaðist út í vegg - alveg hreyfingarlaus og samankrumpuð. Ég vann Fór róleg að sofa. Vaknaði snemma morguninn eftir. Akvað að líta til fórnarlambs míns - vera viss um að hún væri ekki örugglega ennþá látin. Skella var horfin Hef eytt síðastliðnum dögum í vangaveltur um það hvernig hún fór að því. Var hún étin? - Ef svo er, af hverjum? Má ég búast við fleiri árásum? Drukknaði hún kannski ekki? Var hún að leika? Eru til dæmi um það? Vanmat ég andstæðing minn? Munum við hittast á ný í öðrum bardaga?
- held ég þurfi að vega og meta kosti og galla þess að velja áhrifaríkara vopn -
Disa skvisa 11:06
...
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
hei beibs.. Fyrir ykkur sem náðuð ekki fagnaðarlátunum hérna fyrir neðan þá var þetta ég að stökkva hæð mína yfir því að hafa náð Steypuáfanganum sem ég tók fyrir áramót...af því leiðir...ég fæ námslánin mín :) ..jæja nú er enn ein vikan að klárast...doldið skrítið..danir telja tímann í vikum..það er alltaf "já í níundu viku þá munum við fara yfir.." svo þurfum við vitleysingarnir að fara að telja og finna út í hvaða mánuði það er... ..Danir eru alveg ofsalega mikið fyrir "ekskursions"..er að fara í einn þannig á morgun..og líka í níundu viku (og teljiði nú!) sem er alveg í 2 daga..í efnisfræði..vei..get bara ekki beðið..
Disa skvisa 21:34
...
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
ÉG FÉKK SEEEEEEEEEEEX!!!!!!!!!! ..afríka here I come..
Disa skvisa 10:24
...
Dísi veikur :( ..ekki gaman að hanga heima veikur...stundum er ekki gaman að vera kona..en það er þó allavega búið að lífga aðeins uppá pleisið á meðan..Nonni minn er nebbla líka veikur..er komin með geymslu fyrir þessi þrjúþúsund pör af skóm sem ég á...nú vantar bara sjónvarpsborð og eina hillu og þá erum við sett...
..er búin að vera að drepa tímann í morgun með því að lesa bloggið hjá henni Björgu minni í ástralíu..hafði bara ekki græna að konan væri að deila þessu með okkur litla fólkinu :)
annars var valentínusardagurinn á mánudaginn...og mín auðvitað keypti smá handa kallinum sínum..alltaf jafn hugulsöm :)
Disa skvisa 09:42
...
laugardagur, febrúar 12, 2005
...og enn snjóar...
jebb...og ég enn ekki hætt í tölvunni... men hvað er gaman hérna í Lyngby...
Disa skvisa 16:09
...
Bara farið að snjóa!!!!
doldið stór garðurinn okkar... eins og sést er fótboltavöllur og pic-nic bekkur.. ..og líka eitthvað sem líkist brennu..er ekki viss hvað þeir eru að safna í ..
mér leiðist...
Disa skvisa 13:48
...
föstudagur, febrúar 11, 2005
aftur komin helgi... ..Búin að vera löng vika...mætti í alla tíma - næstum alltaf á réttum tíma :) ..Ekki mikið búið að gerast...ekki ennþá búin að fá einkunnina úr steypukúrsinum og þar af leiðandi ekki búin að fá námslánin og þar af leiðandi gat ég ekki borgað staðfestingagjaldið sem átti að borga í útskriftarferðina í dag...eeeeeeeeen það reddaðist nú...alltaf gott að geta treyst á vini sína í neyð :) ...gunni þú rúlar! ..Þorrablótið fór nú eins og búist var við..slagsmál, uppköst, bjórkast og dansidans...allt í bland...minn lenti þó ekki í neinu af þessu...var bara áhorfandi..nema nottla af dansinum...danced my ass off!
Hvað er mis við þessa mynd???? já..sko ég er búin að gleyma hvað ljósabekkur er...og hvað er málið með brosið!!
ps..þetta er Dagný sem er með múvið þarna við hliðina á mér ;)
Disa skvisa 22:29
...
föstudagur, febrúar 04, 2005
Þorrablót á morgun!!! ..brjáluð spenna í gangi..íslenska þorrablótið verður haldið annað kvöld í Tívolí :) ..það er uppselt bæði í matinn og á ballið...minn fer nú bara á ballið - með fríðu föruneyti..held að hver einasti íslendingur í kaupmannahöfn muni mæta...þetta verður rosalegt! ...uppáhaldshljómsveitin mín Á móti sól mun spila fyrir dansi - með lög eins og "mig langar uppá þig" og "sæt" ...búin að vera að æfa mig alla vikuna! hehe..held það verði bara ekta Stapa-stemmari þarna...með nokkuð snobbuðum blæ þó ;)
..búin að vera að koma mér inn í skólann síðustu vikuna...er í rúmlega 100% námi svo þetta verður nett strangt...er nú samt komin með vinnufélaga í öllum mínum áföngum svo þetta er bara fínt...spái því að þetta verði bara mjög góð önn :)